Heilbrigðiseftirlitið sinni sínum skyldum

Tekið af bb.is
 
Frá Garðsstöðum. Ljósm: Anton Helgason.
Frá Garðsstöðum. Ljósm: Anton Helgason.

bb.is | 28.08.2009 | 11:28„Heilbrigðiseftirlitið sinni sínum skyldum“

Súðavíkurhreppur hefur gefið frá sér hreinsun brotajárns á Garðsstöðum í Ögurhreppi í Ísafjarðardjúpi. „Við höfum frá árinu 2005 verið að leita eftir samvinnu um að fækka úrgangi á jörðinni. Við teljum að tilætluðum árangri hafi ekki verið náð og þar að leiðandi höfum við látið verkefnið í hendur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Við höfum óskað eftir því að Heilbrigðiseftirlitið sinni sínum skyldum og Súðavíkurhreppur mun styðja við bakið á aðgerðum þess,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Í stöðumati Heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að bifreiðaflökum hafi fjölgað á Garðstöðum síðastliðin þrjú ár. 503 bifreiðaflök auk nokkurs magns af dekkjum og öðrum bifreiðaúrgangi eru á landareigninni að því er segir í matinu.

Árið 2006 var gert samkomulag um að fjölda bíla á svæðinu skyldi fækkað niður í 60 bíla. Landeigandi fékk seinna frest út árið 2008 til að uppfylla samkomulagið. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps segir að starfsemin sem brjóti í bága við gildandi skipulag sveitarfélagsins, uppfylli ekki kröfur um starfsleyfi fyrir þann atvinnurekstur sem fer fram á jörðinni.

Þorbjörn sagði í samtali við blaðamann fyrr í sumar að hann hefði ekki miklar áhyggjur af áformum Súðavíkurhrepps um að hreinsa svæðið á eigin forsendum og rukka hann. „Ég hef ekki einar einustu áhyggjur af þessu“, sagði Þorbjörn. „Þeir hafa ekkert leyfi til að fara á þetta land fyrir það fyrsta, þetta er í einkaeigu. Þeir hafa fengið lögfræðiálit en ég hef líka leitað mér upplýsinga um hvaða rétt ég hef og þeir hafa engan rétt á að taka eitt eða eitt. Þetta er allt í minni eigu og þeir geta ekki mætt bara einn daginn án þess að hafa nokkuð. Þeir vita betur en þetta.“

birgir@bb.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband