Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2010

Fleiri eldriborgarar ćttu taka ţennan mann til fyrirmyndar og eiginlega allir.

 Tekiđ af visir.is

Fćr fingurkossa fyrir ljós á göngugrindinni


Helgi Pálmarsson sést um langan veg í umferđinni og er miklu öruggari eftir ađ hann lét festa rautt öryggisljós sem blikkar á göngugrindinni hans.Fréttablađiđ/Anton

„Ég veit ekki hvađ ég hef fengiđ mörg vink og marga fingurkossa frá kvenfólkinu sem keyrir bílana eftir ađ ég setti ljósin á göngugrindina," segir Helgi Pálmarsson, 76 ára göngugarpur í Reykjavík.

Helgi segist hafa viljađ auka öryggi sitt ţegar hann fari út ađ ganga. Hann hafi keypt sér ljósabúnađ í Markinu og starfsmenn verslunarinnar fest búnađinn á fyrir hann. Eitt ljós vísi aftur og annađ fram. Ljósin gangi fyrir rafhlöđum og eigi ađ endast í allt ađ eitt ţúsund klukkustundir.

„Ég lćt ljósiđ alltaf vera hćgra megin viđ mig og geng beint á móti umferđinni. Ţetta sést langan veg," útskýrir Helgi sem kveđur ljósin ţegar hafa sannađ notagildi sitt. „Ţau eru búin ađ bjarga mér sex sinnum frá ţví ađ lenda fyrir bílum sem annađhvort hafa sveigt framhjá mér eđa stoppađ ţegar ég hef veriđ ađ ganga yfir götu."

Margir hafa ađ sögn Helga veitt öryggisbúnađinum eftirtekt. „Ţađ stoppađi strćtisvagn hjá mér í morgun og bílstjórinn spurđi hvort ţađ vćri eitthvađ ađ hjá mér. Ég sagđi honum ţá ađ ég vćri međ ţetta til ađ bílstjórar sćju ađ ţarna vćri mađur međ göngugrind. Hann var svo hrifinn ađ hann kom út úr vagninum og ţakkađi mér fyrir ađ setja ljósin á göngugrindina af ţví ađ ţau sjást langan veg," segir Helgi.
Lögreglan hefur líka haft afskipti af Helga.

„Ţađ stoppađi mig lögregluţjónn á Kringlumýrarbrautinni. Hann sagđist endilega ţurfa ađ fá upplýsingar hjá mér og ég útskýrđi ljósin. Hann var mjög ánćgđur, sagđi ađ ţetta ţyrfti ađ koma á allar göngugrindur," segir hugvitsmađurinn.

Jafnframt kveđst Helgi hafa fengiđ hrós frá fjórum leigubílstjórum sem hafi komiđ út úr bílum sínum til ađ skođa göngugrindina. „Ţeir tóku í höndina á mér og ţökkuđu mér fyrir ţví ţarna vćri komiđ eitt almesta viđvörunarkerfi í umferđinni," segir Helgi og undirstrikar ađ kerfiđ geti líka virkađ á göngustöfum.

„Ţađ vćri mikill plús fyrir ţá sem sjá illa, til dćmis gamalt fólk, ađ sjást langt ađ og vara ţannig ađra í umferđinni viđ."

Reyndar er ţetta ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá Helga í fjölmiđlum í sambandi viđ umferđaröryggi. Fyrir nokkru fékk hann ađsvif undir stýri á bíl sínum og skilađi ţá sjálfviljugur inn ökuskírteini sínu. „Ég sá ađ ég gćti kannski keyrt á unglinga sem vćru ađ leika sér á götunni og ţeir jafnvel lent örkumla ćvilangt í hjólastól. Ég gćti ekki lifađ viđ ţađ."

gar@frettabladid.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband