Óskað eftir rannsókn á áfengisauglýsingum hjá RÚV

Tekið af visir.is

 

Óskað eftir rannsókn á áfengisauglýsingum hjá RÚV

mynd
Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.

Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, hefur óskað eftir opinberri rannsókn á áfengisauglýsingum hjá RÚV ohf., samkvæmt tilkynningu sem samtökin sendu frá sér.

Bréf þess eðlis var afhent Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í dag, miðvikudaginn 26. ágúst.

Í bréfinu kemur eftirfarandi meðal annars fram:

„Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hafa undanfarin misseri borist fjölmargar kvartanir og ábendinga vegna áfengisauglýsinga hjá Ríkisútvarpinu ohf.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa margsinnis gert formlegar athugasemdir við æðstu stjórnendur RÚV vegna þessara lögbrota. Málaleitan samtakanna hefur engan hljómgrunn fengið hjá ráðmönnum RÚV og ef eitthvað er þá hefur lögbrotum fjölgað til muna."

Þá segir í bréfinu sem sent var til lögreglustjóra að RÚV hafi auglýst Vodka en í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða. Það þykir samtökunum heldur ólíklegt og vilja meina að Vodki verði seint talinn heyra til léttöls.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband