27.8.2009 | 00:00
Óskað eftir rannsókn á áfengisauglýsingum hjá RÚV
Tekið af visir.is
Óskað eftir rannsókn á áfengisauglýsingum hjá RÚV
Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, hefur óskað eftir opinberri rannsókn á áfengisauglýsingum hjá RÚV ohf., samkvæmt tilkynningu sem samtökin sendu frá sér.
Bréf þess eðlis var afhent Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í dag, miðvikudaginn 26. ágúst.
Í bréfinu kemur eftirfarandi meðal annars fram:
Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum hafa undanfarin misseri borist fjölmargar kvartanir og ábendinga vegna áfengisauglýsinga hjá Ríkisútvarpinu ohf.
Þá segir í bréfinu sem sent var til lögreglustjóra að RÚV hafi auglýst Vodka en í auglýsingunni hafi komið fram að um léttöl væri að ræða. Það þykir samtökunum heldur ólíklegt og vilja meina að Vodki verði seint talinn heyra til léttöls.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.